Hag­stofan hefur tekið saman að tæp­lega helmingur þess fjár sem varið var til birtingar aug­lýsinga innan­lands árið 2021 rann til er­lendra aðila.

„Við í ríkis­stjórninni erum sam­mála um það að skoða þurfi allt fjöl­miðla­lands­lagið og það verður kynnt í næstu viku hvernig þeirri vinnu verður háttað,“ segir Lilja Al­freðs­dóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra.

Að sögn Lilju kemur meðal annars til greina að beita skatta­legum hvötum til að fá aug­lýs­endur til að aug­lýsa í inn­lendum miðlum þótt hafa þurfi í huga að menn aug­lýsi þar sem fólkið sé.

„Í öðru lagi settum við styrkja­kerfið á þótt ég hafi alltaf sagt að það sé ekki eina og endan­lega lausnin. Í þriðja lagi er spurningin um hvort RÚV eigi að vera með aug­lýsingar,“ segir ráð­herra og bendir á að ekki hafi verið pólitísk sátt um að aug­lýsingar hyrfu úr RÚV.

„Við þurfum að huga að á­kveðinni vitundar­vakningu,“ segir Lilja. „Við verðum að hafa öfluga fjöl­miðla á Ís­landi, upp á orða­forða og upp á skilning á mál­efni líðandi stundar. Og það þarf að vera á móður­málinu. Það er á­kaf­lega mikil­vægt að þetta takist.“

Heildar­greiðslur vegna aug­lýsinga­kaupa á árinu 2021 hér á Ís­landi námu fast að 22 milljörðum króna, þar af féllu 9,5 milljarðar króna í hlut út­lendra miðla, eða 44 prósent, á móti 12,3 milljörðum til inn­lendra miðla sem er um 56 prósent af heildinni.