Sér­fræðinga­hópur á vegum slysa­varna­fé­lagsins Lands­björg mun halda til Tyrk­lands til að að­stoða vegna jarð­skjálftanna sem riðu yfir landið í gær. Um 5000 manns eru látnir í bæði Tyrk­landi og Sýr­landi og um tuttugu þúsund manns slasaðir.

Í til­kynningu frá Lands­björg kemur fram að tyrk­nesk yfir­völd höfðu þegið boð Ís­lands um að­stoð vegna jarð­skjálftana sem riðu yfir í gær­morgun.

Í gær hófu Lands­björg og utan­ríkis­ráðu­neytið að undir­búa hóp sér­fræðinga til að­stoðar og liggur nú fyrir að níu manna hópur muni fljúga til Tyrk­lands með TF-SIF, flug­vél Land­helgis­gæslunnar eftir há­degi í dag.

Hópurinn saman­stendur af sér­fræðingum í að­gerða­stjórnun og sam­hæfingu að­gerða. Um 80 al­þjóð­legar sveiti hafa nú þegar boðað komu sína.

Sól­veig Þor­valds­dóttir mun leiða hópinn, en hún hefur mikla reynsla af stýringu og sam­hæfingu að­gerða í al­þjóð­legum að­gerðum.

Einnig eru verk­fræðingar, læknir og búða­stjóri í hópnum, sem mun vera við störf í sjö daga.

Sólveig Þorvaldsdóttir hópstjóri íslenska hópsins.
Mynd/Landsbjörg