Móðir 18 ára pilts sem lenti í ó­venju­lega hrotta­fullri árás manna sem réðust inn á heimili á Kárs­nesi í nótt og létu hamars­högg dynja á gestum sem þar voru í sam­kvæmi, segir að það sé ekki á­rásar­mönnunum að þakka að sonur hennar sé á lífi, hvað þá að hann hafi þrátt fyrir allt sloppið þokka­lega vel frá á­rásinni. DV greinir frá.

„Hann er alveg hress núna en er þó mjög krambúleraður. Það er ekki að sjá að hann hafi fengið neinn heila­skaða eins og ég óttaðist,“ segir móðirin í sam­talið við DV.

Nokkur hópur ung­menna, flest lík­lega á aldrinum 18 til 20 ára, var saman­kominn í sam­kvæmi á Kárs­nesi í Kópa­vogi. Faðir piltsins sem hélt sam­kvæmið var rétt ó­kominn heim frá út­löndum. Einum gesta var vísað burtu. Skömmu síðar kom hann til baka á­samt um fimm­tán manns á nokkrum bílum sem brutu sér leið inn með hömrum sem þeir síðan létu dynja á að minnsta kosti þremur gestum í sam­kvæminu.

Í dag­bók lög­reglu í morgun greinir frá því mjög stutt­lega að fimm hafi verið hand­teknir eftir líkams­á­rás í nótt. Virðist mega tengja það við aðra færslu lög­reglu í dag­bókinni um að hópur ung­menna hafi slegist í hverfi 200 og slags­málin hafi flosnað upp er lög­regla kom á vett­vang. Að sögn DV mun er þar rangt farið með mál.

„Ekkert annað en morð­til­raun“

Sam­kvæmt frá­sögn konunnar var um að ræða inn­rás hóps manna inn í húsið og heiftar­lega of­beldis­á­rás á gesti sam­kvæmisins, en alls ekki slags­mál. Á­rásar­mennirnir voru farnir af vett­vangi er lög­regla kom en fimm manns voru hand­teknir í kjöl­farið.

„Mér skilst að þeir hafi hand­tekið fimm og fundið hamra sem þeir voru að nota,“ segir móðirin. Þrír þurftu að fara á slysa­deild í nótt vegna á­rásarinnar og þar af voru tveir fluttir þangað með sjúkra­bíl. Annar þeirra er sonur konunnar. Það blæddi mikið úr tveimur mannanna en sam­kvæmt upp­lýsingum konunnar er enginn þeirra þriggja í lífs­hættu.

Konan fór í í­búðina í morgun þar sem at­burðirnir áttu sér stað og segir að hún þar hafi verið blóð­slettur út um allt og að­koman hrylli­leg.

„Þetta er ekkert annað en morð­til­raun,“ segir hún. Fór hún á­samt syni sínum á lög­reglu­stöð undir lok dags til að leggja fram kæru vegna á­rásarinnar.