Far­þegi sem kom til landsins um borð í Nor­rænu í morgun greindist með já­kvætt sýni við sýna­töku. Fimm voru með honum í för á leið til landsins en þeir munu dveljast á­samt þeim smitaða í ein­angrun á há­lendinu í vinnu­búðum.

Sex­menningarnir voru allir í ein­angrun um borð í Nor­rænu á leið hennar til landsins en þeir fóru allir í sýna­töku í Hirts­hals í Dan­mörku síðasta þriðju­dag. Einn þeirra greindist með Co­vid-19 en hinir voru allir með nei­kvætt sýni.

Sá sem reyndist smitaður fer í mót­efna­mælingu í dag til að skera úr um hvort hann sé með gamalt eða nýtt smit. Ef hann var með gamalt smit má gera ráð fyrir að allir losni úr ein­angruninni en ef ekki segir í til­kynningu frá lög­reglunni á Austur­landi að frekari ráð­stafanir fyrir hópinn verði skoðaðar. Ekki er talin hætta á að aðrir far­þegar Nor­rænu en þessir sex hafi orðið út­settir fyrir smiti.

Alls var tekið á móti 730 far­þegum á Seyðis­firði í morgun. Við komu skipsins tóku starfs­menn Heil­brigðis­stofnunar Austur­lands á móti þeim sex sem voru í ein­angrun og leið­beindu þeim um fram­haldið og hvernig eigi að bera sig að hér á landi á meðan sýni úr þeim verða rann­sökuð.

Koma Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun – farþegi smitaður – ráðstafanir Tekið var á móti 730 farþegum er komu með...

Posted by Lögreglan á Austurlandi on Thursday, July 16, 2020