Hópur 15 ára drengja réðust á dreng á sama aldurs­ári í Grafar­vogi síð­degis í gær og veittu honum á­verka á and­liti og víðar. Í skeyti frá lög­reglu kemur fram að til­kynnt hafi verið um á­rásina klukkan rúm­lega 17 en drengurinn var með á­verka á and­liti og víðar.

Að sögn lög­reglu var á­rásar­þoli ekki fluttur með sjúkra­bif­reið á slysa­deild en ætlaði sjálfur að leita læknis­að­stoðar. Málið er unnið með að­komu for­eldra og til­kynningu til Barna­verndar.

Rétt fyrir klukkan fimm í morgun var til­kynnt um eld og sprengingar í bíl­skúr í hverfi 108. Frekari upp­lýsingar um málið liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Þessu til við­bótar voru nokkrir öku­menn stöðvaðir vegna um­ferðar­laga­brota. Einn var til dæmis stöðvaður í Vestur­bænum fyrir að nota far­síma í akstri, annar í Breið­holti vegna hrað­aksturs og þá var öku­maður stöðvaður í Hafnar­firði en hann reyndist sviptur öku­réttindum.