Hópur 15 ára drengja réðust á dreng á sama aldursári í Grafarvogi síðdegis í gær og veittu honum áverka á andliti og víðar. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um árásina klukkan rúmlega 17 en drengurinn var með áverka á andliti og víðar.
Að sögn lögreglu var árásarþoli ekki fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild en ætlaði sjálfur að leita læknisaðstoðar. Málið er unnið með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar.
Rétt fyrir klukkan fimm í morgun var tilkynnt um eld og sprengingar í bílskúr í hverfi 108. Frekari upplýsingar um málið liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Þessu til viðbótar voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna umferðarlagabrota. Einn var til dæmis stöðvaður í Vesturbænum fyrir að nota farsíma í akstri, annar í Breiðholti vegna hraðaksturs og þá var ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði en hann reyndist sviptur ökuréttindum.