Gert er ráð fyrir að hóp­sýkingin sem komin er upp á Landa­kots­spítala hafi dreifst út fyrir veggi spítalans. Ein­hverjir þeirra sjúk­linga sem smituðust inni á spítalanum höfðu verið út­skrifaðir af honum áður en í ljós kom að þeir væru smitaðir.

Tíu starfs­menn spítalans og sex­tán sjúk­lingar hafa greinst með veiruna á síðustu dögum. Tíu sjúk­lingar hafa verið fluttir á Land­spítalann í Foss­vogi vegna mikilla veikinda. Anna Sig­rún Baldurs­dóttir, að­stoðar­maður for­stjóra Land­spítala, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að staðan sé al­var­leg á spítalanum.

Smitin eru ekki ein­angruð við eina deild spítalans. Anna segir að sjúk­lingar af að minnsta kosti þremur deildum hafi greinst smitaðir og að þeir starfs­menn sem greindust hafi einnig starfað á fleiri en einni deild.

Smitrakning er nú í fullum gangi en þegar hafa ríf­lega hundrað starfs­menn Landa­kots­spítala verið sendir í sótt­kví. „Okkur hefur tekist að manna spítalann um helgina þrátt fyrir þetta og svo eru ein­hverjir þessara sem voru sendir í sótt­kví sem geta starfað í sótt­kví B,“ segir Anna Sig­rún.

Hafa líklega útskrifað sýkta einstaklinga

Smitin eru að hennar sögn enn sem komið er ein­angruð við Landa­kots­spítala „en við gerum ráð fyrir að sýkingin hafi dreift sér út fyrir spítalann.“ Spurð hvers vegna þau geri ráð fyrir því segir hún að smit hafi greinst á meðal ein­hverra sjúk­linga sem voru ný­út­skrifaðir af spítalanum. Þannig sé gert ráð fyrir að þeir hafi smitast inni á spítalanum en mögu­lega sjálfir smitað aðra utan hans.

Mikill fjöldi nýrra innan­lands­smita sem greint var frá í dag skýrist af stórum hluta af hóp­sýkingunni á Landa­kots­spítala. Gera má ráð fyrir að fleiri greinist í tengslum við þessa hóp­sýkingu á næstu dögum.