Í þessari viku hafa fimm greinst í hóp­smiti sem tengist skemmtana­haldi á Ísa­firði síðustu helgi, það er helginni 20. til 22. ágúst. Frá þessu er greint í til­kynningu frá Heil­brigðis­stofnun Vest­fjarða á Ísa­firði.

Um­dæmis­læknir sótt­varna biður fólk sem fór á skemmti­staði og sam­komur í heima­húsum á Ísa­firði að bóka sýna­töku í síma 450-4500 verði minnstu ein­kenna vart.