Pat­reks­skóli verður lokaður út vikuna á Pat­reks­firði þar sem upp er komið hóp­smit. Fram kemur í til­kynningu sem send var út í gær á Face­book-síðu Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða að þrettán séu smituð og flest þeirra séu á Pat­reks­firði.

Þá kemur fram að enn sé unnið að smitrakningu og að stór hópur fólks hafi farið í sýna­töku í gær og á­ætlað er að tals­verður fjöldi mæti í sýna­töku í dag líka.

Vett­vangs­stjórn al­manna­varna hefur verið virkjuð á svæðinu og er búist við því að marg­vís­leg röskun verði á starf­semi á svæðinu næstu daga.

Til­kynningin er hér að neðan.