Allt að því tutt­ug­u manns eru smit­að­ir af Co­vid-19 eft­ir tón­list­ar­há­tíð­in­a Lat­i­tu­de Fest­i­val sem fram fór í Suf­folk á Eng­land­i dag­an­a 22. til 25. júlí. Há­tíð­in var hlut­i af til­raun­a­verk­efn­i breskr­a stjórn­vald­a varð­and­i stærr­i há­tíð­ir og við­burð­i á tím­um Co­vid. Þau segj­a of snemmt að segj­a til um á­hrif há­tíð­ar­inn­ar.

Lat­i­tu­de var fyrst­a tón­list­ar­há­tíð­in eft­ir að létt var á sam­kom­u­tak­mörk­un­um á Eng­land­i fyr­ir skömm­u. Um 40 þús­und manns sótt­u há­tíð­in­a og sum­ir gist­u á tjald­svæð­um.

Um 40 þús­und manns sótt­u Lat­i­tu­de Fest­i­val sem stóð í fjór­a daga.
Mynd/Latitude Festival

Þau sem áttu miða á há­tíð­in­a þurft­u að fram­vís­a nei­kvæð­u Co­vid-próf­i eða sönn­un á fullr­i ból­u­setn­ing­u.

Hin 18 ára gaml­a Jess, sem sótt­i há­tíð­in­a, seg­ir í sam­tal­i við bresk­a rík­is­út­varp­ið BBC að hún hafi feng­ið skil­a­boð dag­inn eft­ir að há­tíð­inn­i lauk um að hún skyld­i fara í ein­angr­un. Hún þekkt­i sjálf 15 til 20 manns sem hefð­u smit­ast eft­ir Lat­i­tu­de Fest­i­val.

Stu­art Ke­ebl­e, yf­ir­mað­ur lýð­heils­u­mál­a í Suf­folk, seg­ir að sam­kvæmt gögn­um sem hann hafi und­ir hönd­um hafi 14 til 20 til­fell­i greinst. Nú þurf­i að rann­sak­a hvern­ig smit dreif­ist um land­ið þar sem há­tíð­ar­gest­ir komu víða að og hver á­hrif á há­tíð­ar­inn­ar verð­a.