Tæp­lega hundrað mál komu upp á borði lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu og voru skráð á milli 17:00 síð­degis í gær og 05:00 nú í morgun. Þar á meðal voru hópslags­mál ung­menna í Kópa­vogi, að því er segir í dag­bók lög­reglu.

Þar segir að lög­reglunni hafi borist til­kynning um að mikill fjöldi ung­menna hafi verið að slást í 200 Kópa­vogi. Ekki kemur fram í dag­bókinni á hvaða tíma en segir þar að hópurinn hafi leyst upp eftir að lög­regla kom á staðinn.

Þá voru fimm manns hand­teknir í Kópa­vogi í gær og vistaðir í fanga­klefa vegna líkams­á­rásar. Frekari upp­lýsingar eru ekki gefnar í dag­bókinni.

Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í fjöl­býlis­húsi við Bríetar­tún í gær, og voru að sögn lög­reglu engin slys á fólki en mikið tjón á í­búðinni. Þá var brotist inn í geymslu í fjöl­býlis­húsi í 101 Reykja­vík og þar var einnig stól kastað í gegnum rúðu á veitinga­stað. Hljóp við­komandi af vett­vangi.

Þá var maður hand­tekinn í Laugar­dalnum vegna líkams­á­rásar og heimilis­of­beldis. Hann var vistaður í fanga­klefa. Lög­regla stöðvaði auk þess öku­mann í Hlíðunum sem var undir á­hrifum fíkni­efna. Maðurinn var einnig sviptur öku­réttindum og með fíkni­efni og stera þegar hann var hand­tekinn.

Lög­regla full­yrðir að ekkert frétt­næmt hafi komið upp í Hafnar­firði, Garða­bæ, Álfta­nesi, Grafar­vogi, Mos­fells­bæ og Árbæ í gær­kvöldi.