Klukkan 19:42 fékk lög­reglan í Hafnar­firði til­kynningu um að hópslags­mál hefðu brotist út í Hafnar­firði. Fyrstu fregnir sem lög­reglu bárust var að um væri að ræða ung­linga sem væru grímu­klæddir og aðrir með klúta til að fela and­lit sitt.

Þegar lög­reglu bar að voru slags­málin yfir­staðinn. Þá segir í til­kynningu lög­reglu að enginn hafi slasast í á­tökunum.

Önnur verk­efni sem rötuðu inn á borð lög­reglu síð­degis voru að klukkan 16:42 var vímaður öku­maður stöðvaður og sviptum öku­réttindum í kjöl­farið.

Um klukkan átta í kvöld átti sér stað um­ferðar­slys á Bú­staða­vegi. Var um þriggja bíla á­rekstur að ræða. Þeir sem voru í öku­tækjunum voru fluttir á slysa­deild til skoðunar. Um minni­háttar á­verka var að ræða.