Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hópslagsmál á skemmtistað í miðbænum skömmu eftir klukkan eitt í nótt. Allt var orðið rólegt þegar lögregla mætti á svæði og ekkert meira er bókað um málið.
Tveir einstaklingar voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Annar þeirra reyndist vera ökuréttindalaus eftir að hafa verið sviptur réttindunum við fyrri afskipti lögreglu.
Skömmu fyrir klukkan tvö í nótt barst tilkynning um hávaða frá byggingakrana í Kópavoginum. Samkvæmt dagbók lögreglunnar var haft samband við forráðamann eiganda og ætlaði sá að gera ráðstafanir.