Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu barst til­kynning um hópslags­mál á skemmti­stað í mið­bænum skömmu eftir klukkan eitt í nótt. Allt var orðið ró­legt þegar lög­regla mætti á svæði og ekkert meira er bókað um málið.

Tveir ein­staklingar voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir á­hrifum á­fengis. Annar þeirra reyndist vera öku­réttinda­laus eftir að hafa verið sviptur réttindunum við fyrri af­skipti lög­reglu.

Skömmu fyrir klukkan tvö í nótt barst til­kynning um há­vaða frá bygginga­krana í Kópa­voginum. Sam­kvæmt dag­bók lög­reglunnar var haft sam­band við for­ráða­mann eig­anda og ætlaði sá að gera ráð­stafanir.