Mikey Cappellucci, ferðamaður frá Boston, hoppaði fram af Kirkjufellsfossi í Grundarfirði og stökk af rúmlega 10 metra háum vinnupalli í sjóinn við höfnina á Akranesi.

„Ég nýt þess að synda, klifra og hoppa af hlutum og hef gert það alla mína ævi. Ég hugsa alltaf fyrst og fremst um öryggið og fer alltaf varlega,“ segir Mikey í samtali við Fréttablaðið.

Hann segist nýta hvert tækifæri til að klifra og stökkva fram af háum klettum og mannvirkjum. Hann sé vanur því að hoppa fram af brúm og klettum í Bandaríkjunum en hann hafi hoppað í fyrsta sinn fram af fossi á Íslandi.

„Þetta er áhugamál. Ég er líka boxari og hef gaman af því að klifra en ég er alls enginn atvinnumaður,“ segir Mikey.

Hér fyrir neðan má sjá myndböndin sem Mikey sendi á Fréttablaðið.