Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fékk til­kynningu um mann rétt fyrir klukkan tvö í nótt sem var að hoppa á þaki bif­reiðar í mið­bænum. Lög­regla hand­tók við­komandi og flutti á lög­reglu­stöð.

Í skeyti frá lög­reglu kemur fram að þegar þangað var komið hafi maðurinn reynt að bíta lög­reglu­menn auk þess að hóta þeim líf­láti. Hann var vistaður í fanga­klefa vegna rann­sóknar málsins.

Íbúi í fjöl­býlis­húsi mið­svæðis í Reykja­vík hafði sam­band við lög­reglu rétt fyrir mið­nætti í gær­kvöldi vegna gruns um að kanna­bis­ræktun færi fram í íbúð í húsinu. Lög­regla fór á vett­vang en engin kanna­bis­ræktun reyndist vera í um­ræddri íbúð.

Lög­regla veitti öku­manni bif­reiðar at­hygli á ellefta tímanum í gær­kvöldi en sá hafði ekið gegn rauðu ljósi. Lög­regla gaf öku­manninum merki um að stöðva en hann hélt för sinni á­fram og reyndi að stinga lög­reglu af.

Í skeyti frá lög­reglu kemur fram að við­komandi hafi að lokum stöðvað bif­reiðina og reyndi hann að hlaupa undan lög­reglu. Hann hafði ekki erindi sem erfiði og var hlaupinn uppi. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið undir á­hrifum vímu­efna og þá var hann eftir­lýstur hjá lög­reglu vegna annarra mála. Hann var vistaður í fanga­klefa vegna rann­sóknar málsins.