Hundruð hermanna í hópkúri í þinghúsi Bandaríkjanna vakti athygli blaðamanna sem áttu þar leið hjá í dag. Hermennirnir eru auðsjáanlega lúnir eftir varðskyldur undanfarna daga, líkt og sjá má á mynd neðst í fréttinni.
Yfirvöld hafa aukið mjög á öryggisráðstafanir í kringum þingið í kjölfar árásarinnar í síðustu viku sem kostaði fimm mannslíf. Eru þúsundir þjóðvarðliða staðsettir í kringum þinghúsið en til stendur að kjósa um það hvort Bandaríkjaforseti verði ákærður til embættismissis í dag.
Þá hafa þjóðvarðliðarnir sett upp sérstakar girðingar í kringum húsið auk vegatálma til að gera væntanlegum árásarmönnum erfiðara fyrir. Bættust við 3000 þjóðvarðliðar í hópinn í dag en bandaríska alríkislögreglan FBI hefur varað við að hópar hægri öfgamanna ætli sér frekari aðgerðir víðsvegar um Bandaríkin á næstu dögum.
Fréttamaður NBC, Nathaniel Reed gekk fram á hóp hundruð hermanna í dag þar sem þeir lögðu sig fyrir utan gestamiðstöð fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Lýsir hann því hvernig margir faðmi skotvopn sín og hafi herklæði sín yfir hausum sínum til að halda úti birtunni. Öðrum búnaði hafi verið staflað saman í snyrtilega bunka á meðan þeir sofa.
Just walked into the Capitol to find literally hundreds of troops napping and lining up in the Congressional Visitor Center— as streets around here are largely blocked.
— Nathaniel Reed (@ReedReports) January 13, 2021
Many are cuddling their firearms, fatigues over their heads to block light, and riot gear in neat piles. pic.twitter.com/vCHAOGMdfA
Members of the National Guard were deployed to the Capitol ahead of the House's vote on impeaching Trump for a second time.
— Alexis Benveniste (@apbenven) January 13, 2021
📸 Joshua Roberts/Reuters pic.twitter.com/RdZI0uSzyo