Galli fannst í suðunni milli stýrishluta og brettis á hlaupahjólum af gerðinni ENOX ES100. Þessi galli getur valdið því að stýrishlutinn getur losnað frá brettinu og valdið óhappi.

Hópkaup eru eini innflutningsaðili hjólanna og innkallar fyrirtækið öll hlaupahjól af þessari gerð.

Samkvæmt tilkynningu stendur viðskiptavinum til boða að fá ný hjól annarrar tegundar, bíða eftir að hægt verður að styrkja festingar á umræddum hjólum eða fá endurgreitt.