Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu barst til­kynning um líkams­á­rás í Garða­bæ um hálf ellefu í gær­kvöld. Hópur manna réðst á tvo menn og veitti þeim á­verka. Fimm aðilar voru hand­teknir á vett­vangi, grunaðir um á­rásina. Á­rása­r­aðilar voru færðir á lög­reglu­stöð og vistaðir í fanga­geymslu lög­reglu fyrir rann­sókn málsins. Á­rásar­þolar voru fluttir með sjúkra­bif­reið á bráða­deild Land­spítalans til að­hlynningar en ekki er vitað um á­verka þeirra að svo stöddu.

Til­kynnt var um um­ferðar­ó­happ í Hlíðunum laust fyrir klukkan eitt í nótt. Ekið var á kyrr­stæðan bíl á bíla­stæði við í­búða­blokk. Sam­kvæmt dag­bók lög­reglunnar fór öku­maður bílsins út úr bílnum og braut rúðu í íbúð þar nærri áður en hann sneri aftur í bíl sín og keyrði burt. Lög­reglu­menn höfðu af­skipti af tjón­valdi skömmu síðar þar sem skýrsla var tekin varðandi at­vikið.

Klukkan tuttugu mínútur yfir tvö í nótt var maður hand­tekinn í sama hverfi fyrir hótanir og vörslu fíkni­efna en maðurinn fór ekki að fyrir­mælum lög­reglu. Hann var vistaður í fanga­geymslu fyrir rann­sókn málsins.

Þá voru nokkrir stöðvaðir vegna gruns um akstur undir á­hrifum fíkni­efna í gær­kvöld og í nótt.