Hongqi E-HS9 Executive er vel búinn, kraftmikill og rúmgóður sex sæta (2x2x2) lúxusbíll á 22 tommu felgum, með háþróuðu fjórhjóladrifi og miklum þægindabúnaði í farþegarýminu. Dæmi um munað farþega eru sérlega vönduð og fjölstillanleg sæti með nuddi í framsætum og snertiskjáum fyrir framan framsæti, sk. Captain stólum aftur í með mjúkum og þægilegum höfuðpúðum, 16 hátalara afþreyingarkerfi og aftast er svo rúmgott farangursrými fyrir stórar ferðatöskur eða nokkur golfsett svo fátt eitt sé nefnt.

Þótt þessi rúmgóði og stæðilegi lúxusjeppi sé um 2,6 tonn er snerpan mikil enda bíllinn aldrifinn og með 750 Nm togkraft sem skilar hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst á aðeins 4,9 sek. Hongqi E-HS9 Executive hefur 1,5 tonna dráttargetu og er hægt að fá ýmsan aukabúnað til að mæta fjölbreyttum áhugamálum. Þar á meðal eru sex para skíðafestingar á toppinn, mismunandi reiðhjólafestingar á dráttarkrókinn eða upp á bílinn og ýmislegt fleira sem skapað geta spennandi ferðalag til útivistar allan ársins hring. Verð Hongqi E-HS9 er frá kr. 11.990.000.