Valið kemur ekki á óvart enda hefur Honda e fengið athygli fyrir hönnun sína síðan hann var fyrst kynntur til leiks. Ýmiss konar tæknilegir eiginleikar sem spila vel saman með flotti hönnun á Honda e. Má þar nefna háskerpumyndavélar sem leysa hliðarspegla af hólmi. Hurðarhúnarnir falla sléttir að hurðunum og skjótast fram þegar þarf að opna þær. Framljós, myndavélar og radar eru samþætt í einni heild­stæðri hönnun. Drægi Honda E er 220 km samkvæmt WLTP staðlinum enda bíllinn hugsaður sem borgarbíll. Í ódýrari útfærslu verður hann búinn þremur skjám í mælaborði, 8,8 tommu skjá fyrir framan ökumann en tvo 12,3 tommu vinstra megin í mælaborðinu. Auk þess eru svo tveir minni sem sýna aftur með hliðum bílsins enda engir hliðarspeglar á Honda E eins og áður segir. Í dýrari útfærslunni kemur hann svo með 360° myndavél, stafrænum baksýnisspegli, sjálfvirkri stæðalögn, 376 watta hljóðkerfi með bassakeilu og 154 hestöfl í stað 136, sagði einnig í fréttatilkynningunni.

Þriðju verðlaun Honda á Red Dot féllu í hlut CBR1000RR-R Fireblade SP mótorhjólsins fyrir framúrskarandi hönnun.