Bílar

Honda Passport rúllar af böndunum

Þessi bíll var kynntur á LA Auto Show bílasýningunni og honum verður att fram gegn álíka stórum jeppum svo sem Ford Edge, Nissan Murano og Jeep Grand Cherokee á Bandaríkjamarkaði.

Honda Passport.

Í dag hófst framleiðsla á stærsta Honda jeppa sem fyrirtækið hefur framleitt og fer framleiðslan fram í Bandaríkjunum. Þar fer stór jeppi með þrjár sætaraðir sem ber nafnið Honda Passport. Þessi bíll var kynntur á LA Auto Show bílasýningunni og honum verður att fram gegn álíka stórum jeppum svo sem Ford Edge, Nissan Murano og Jeep Grand Cherokee á Bandaríkjamarkaði, en þar virðist endalaus þörf fyrir stóra jeppa sem helst skarta þriðju sætaröðinni. 

Bíllinn er framleiddur í verksmiðju Honda í Alabama við hlið Honda Pilot, Ridgeline og Odyssey. Þar fara einnig bílar sem helst er teflt fram á Bandaríkjamarkaði og eru sem dæmi ekki til sölu hér á landi. Þessir bílar sem smíðaðir eru í í Alabama eru með sama undirvagn og þessir bílar eru líka með sömu 3,5 lítra V6 vélina og mælaborðið í þeim er líka eins. Í verksmiðjunni í Alabama hafa nú þegar verið smíðaðir 4,7 milljón bílar fyrir Bandaríkjamarkað frá árinu 2001. 

Honda Passport mun fást í fjórum mismunandi útfærslum, Sport, EX-L, Touring og Elite. Jafnvel ódýrasta Sport útgáfan er býsna vel útbúin með mikið af akstursaðstoðar- og öryggiskerfum, LED aðalljósum og þriggja svæða tölvustýrðri miðstöð. Verðið á bílnum er ekki enn uppgefið frá Honda en fyrstu bílarnir koma til sölu snemma á næsta ári. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

GM og Ford loka verksmiðjum – Fiat Chrysler opnar nýjar

Bílar

Skoda kynnir Scala - leysir af Rapid

Bílar

Konur 19% mótor-hjólamanna vestra

Auglýsing

Nýjast

Ávarpar frönsku þjóðina annað kvöld

Ákærð fyrir að klippa hár nemanda með valdi

Þúsundir mótmæltu „Brexit-svikum“ og fasisma

Vísa á­­sökunum til föður­húsa: Yfir­gáfu „súra pulsu­partíið“ fljótt

Sækja slasaða göngukonu í Reykjadal

Vara við suð­austan­hríð og stormi á morgun

Auglýsing