Honda hefur ekki gert sig mjög gildandi sem rafmagnsbílaframleiðandi hingað til en ætlar að sýna þessan smávaxna Honda E Prototype á bílasýningunni í Genf í mars. Hann er með hófsama drægni af nútíma rafmagnsbílum að vera, eða 200 km. Honda ætlar héðan í frá að einbeita sér mjög að framleiðslu rafmagnsbíla og áætlar að tveir þriðju sölu Honda bíla í Evrópu verði tengiltvinnbílar, rafmagnsbílar, vetnisbílar eða Hybrid bílar árið 2025. Þessi bíll sem Honda ætlar að sýna í Sviss virðist langt kominn í þróun því hann mun fara í framleiðslu á árinu. Honda kynnti árið 2017 Urban EV Concept tilraunabíl og er þessi E Prototype bíll framhald af honum.

Hurðirnar opnast „öfugt“

Bíllinn er með hurðir sem opnast í öfuga átt miðað við flesta bíla, eða „suicide“-hurðir og hann er afturhjóladrifinn svo hann ætti að vera sportlegur í akstri. Bíllinn er svo smár að hann er 10 cm styttri en Honda Jazz bíllinn sem er einkar smár líka. Eini rafmagnsbíll Honda í sölu í dag er Honda Clarity Electric sem kemst 143 km á fullri hleðslu. Honda telur að rafmagnsbílar séu hentugastir fyrir borgarakstur og því er þessi bíll smávaxinn og ekki með svo mikla drægni, en ætti þó að duga flestum þar sem bæjarferðir er sjaldgæfar yfir 200 km.