Bíllinn verður athyglisverður að einu leyti, en það er að hægt verður að hlaða rafhlöðuna eins og í tengiltvinnbíl. Hann mun þannig geta gengið á vetni, en einnig komist í styttri ferðir innanbæjar, eins og Honda orðar það. Ekki er gefið upp enn sem komið er hvert drægið er á vetni eða rafhlöðu. Bíllinn verður framleiddur í Bandaríkjunum á grunni nýs CR-V sem kynntur var fyrr á þessu ári.