Vega­gerðin hefur lokað Holta­vörðu­heiðinni þar sem bílar hafa verið að festast á veginum. Veg­far­endum er bent á hjá­leið um Lax­ár­dals­heiði, Skógar­strönd og Hey­dal.

Sam­kvæmt veg­faranda sem Frétta­blaðið ræddi við eru margir flutninga­bílar og minni bílar fastir á veginum. Hann segir jafn­framt að tveir eftir­vagnar flutninga­bíla hafi fokið á hliðina og því sé ekki hægt að komast yfir veginn. Myndir og mynd­bönd sýna af­ta­kveðrið á Holta­vörðu­heiðinni í dag.

Sam­kvæmt Veður­stofu Ís­lands ná vind­hviður á Holta­vörðu­heiðinni allt upp í 30 metra á sekúndu.

Allt í tjóni á Holtavörðuheiði, búið að loka og tveir flutningabílar á hliðinni. Ég komst samt yfir með smá utanvegaakstri. 😎👉💥

Posted by Gunnar Árnason on Þriðjudagur, 1. desember 2020