Vegagerðin hefur lokað Holtavörðuheiðinni þar sem bílar hafa verið að festast á veginum. Vegfarendum er bent á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal.
Samkvæmt vegfaranda sem Fréttablaðið ræddi við eru margir flutningabílar og minni bílar fastir á veginum. Hann segir jafnframt að tveir eftirvagnar flutningabíla hafi fokið á hliðina og því sé ekki hægt að komast yfir veginn. Myndir og myndbönd sýna aftakveðrið á Holtavörðuheiðinni í dag.
Samkvæmt Veðurstofu Íslands ná vindhviður á Holtavörðuheiðinni allt upp í 30 metra á sekúndu.
Allt í tjóni á Holtavörðuheiði, búið að loka og tveir flutningabílar á hliðinni. Ég komst samt yfir með smá utanvegaakstri. 😎👉💥
Posted by Gunnar Árnason on Þriðjudagur, 1. desember 2020
Holtavörðuheiði: Bílar hafa verið að festast á veginum og hefur honum verið lokað af þeim sökum. Bent er á hjáleið um Laxárdalsheiði (59), Skógarströnd (54) og Heydal (55) #lokað #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 1, 2020