Stefnan hjá Höldur er að auka notkun á umhverfisvænum bílum og eru þessi kaup skref í þeirri vegferð. Maxus er nýtt rafbílamerki á Íslandi og er það Vatt ehf sem er með umboðið, en það er dótturfélag Suzuki bíla hf og er staðsett í Skeifunni 17 eins og Suzuki umboðið. Að sögn Sonju G. Ólafsdóttir, markaðsstjóra hjá Suzuki/Vatt eru þau stolt að því að fá Höldur í viðskiptavinahóp Maxus.