Hólasandslína, rafmagnslína sem liggur á milli Hólasands og Aukeyrar var formlega tekin í notkun í gær en hún er hluti af nýrri kynslóð byggðarlína sem efla á flutningskerfi raforku á Íslandi.

Línan sem talin er lykillína í átt að orkuskiptum hefur það hlutverk að auka flutningsgetu og tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður og Austurlandi.

Hólasandslína inniheldur eitt lengsta línuhaf á landinu en hún var strengd yfir Laxárdal í um 1 km löngu hafi til þess að lágmarka umhverfisáhrif.

„Við eru í dag að taka stórt skerf í átt að auknu afhendingaröryggi á Norðausturlandi og öflugri tengingu ekki bara hér heldur líka fyrir landið allt,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets þegar línan var formlega tekin í rekstur og spennusett. Þá var einnig Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra viðstaddur. Hólasandslínu 3 er mikilvægt mannvirki í flutningsnetinu sem mun auka raforkuöryggi, sagði hann í ávarpi sínu.

Ráðherra sagði ástæðu til að óska Landsneti, íbúum Norðausturlands og raunar þjóðinni allri til hamingju með nýju línuna. Um sé að ræða framkvæmd sem beri aukna flutningsgetu og þar með talið bætt raforkuöryggi. „Línan tryggir stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi og er mikilvægur hlekkur í styrkingu tengsla milli landshluta,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá styðji nýja línan við markmið stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.