Högg­bylgjan sem varð eftir gríðar­­­stórt neðan­­­sjávar­­­gos í eld­­­fjallinu Hunga Ha‘apai undan ströndum ey­­­ríkisins Tonga í Kyrra­hafi í gær mældist alla leið á Bolungar­­­vík sem er í um fjór­tán þúsund kíló­­metra fjar­lægð.

Daníel Freyr Jóns­­­son, sér­­­­­fræðingur hjá Um­­­hverfis­­­stofnun, birti á Twitter færslu þar sem fram kemur að hennar hafi orðið vart á Bolungar­­­vík og fleiri stöðum á Ís­landi. Bylgjan fannst sömu­­­leiðis víðar um heim.

Lítið er um fregnir frá Tonga eftir gosið sem hófst í gær­morgun. Þar skall flóð­bylgja, um metri á hæð, á ströndum eyjunnar eftir gosið og þurftu í­búar að flýja á hærra liggjandi svæði. Ekki er vitað um um­fang eigna­tjóns eða hvort nokkur hafi slasast eða látist.

Mikil röskun hefur orðið á dreifingu raf­magns, síma- og net­sam­bandi. Eyjan er ösku þakin og hafa í­búar verið beðnir um að drekka einungis flösku­vatn þar sem askan hefur mengað vatns­ból og ganga með grímur.

Eld­fjallið hefur ekki látið mikið á sér kræla undan­farin ár og gaus síðast árið 2014. Gos­ó­rói hófst þar í desember en jókst um­tals­vert þann þriðja þessa mánaðar. Í gosinu 2014 myndaðist þar ný eyja þar sem dýra- og plöntu­líf hefur verið blóm­legt að því er segir í frétt New York Times.

Þrátt fyrir að Tonga sé langt frá næstu byggð heyrðist hvellurinn í eld­fjallinu alla leið til Nýja-Sjá­lands sem er í tæp­lega 1.800 kíló­metra fjar­lægð.

Gefnar voru út flóð­bylgju­við­varanir í gær fyrir Kyrra­hafs­strendur Japans og Banda­ríkjanna. Í­búar við strendur á Vestur­ströndinni, í Hawa­ii og Alaska voru beðnir um að fara frá ströndinni. Vatn flæddi inn í Santa Cruz-höfn í Kali­forníu þar sem bátar skemmdust meðal annars. Í Japan skullu rúm­lega metra háar flóð­bylgjur á eyjunni Amami Os­hima og minni bylgjur á öðrum svæðum.