Kol­efnis­reiknirinn er sam­starfs­verk­efni OR og Eflu verk­fræði­stofu og eru það þau Hólm­fríður Sigurðar­dóttir, um­hverfis­stjóri Orku­veitu Reykja­víkur, og Sigurður Loftur Thor­la­cius, um­hverfis­verk­fræðingur á Eflu, sem hafa unnið í sam­einingu á­samt sam­starfs­fólki að opnun reiknisins.

„Verk­efnið á sér sögu til­viljana,“ segir Hólm­fríður um það hvernig kom til að fyrir­tækin tvö fóru að vinna saman en það hófst þegar Efla var að kynna fyrir starfs­mönnum OR „Matar­sporið“ sem kynnt var fyrr á árinu.

Hún segir að fyrir kynningu hafi verið búið að ræða innan­húss hjá OR hvort eðli­legt fram­hald annarra verk­efna sem miða að því að draga úr losun, eins og Car­b­Fix-verk­efni upp á Hellis­heiði, væri ekki að gera eitt­hvað fyrir við­skipta­vini þeirra, sem eru allt að 60 til 70 prósent þjóðarinnar.

Hún segir lofts­lags­málin þess eðlis að aldrei hafi komið til greina að rukka fyrir að­gang að reikninum.

„Það var strax tekin á­kvörðun um að þetta yrði opið. Lofts­lags­málin eru þess eðlis að okkur finnst að fólk eigi að geta, án þess að borga fyrir það, fengið upp­lýsingar um sína stöðu varðandi kol­efnis­sporið upp á það hvernig það geti brugðist við,“ segir Hólm­fríður.

Hún segir að Ís­lendingar séu miklir neyt­endur en það sé kannski ekki öllum ljóst hvað það ná­kvæm­lega sé við okkar neyslu sem geri kol­efnis­sporið svo stórt.

Erum í tólf tonnum en þurfum að vera í fjórum

„Hinn al­menni íbúi á Ís­landi er að losa um tólf tonn á ári og við vitum að ef við ætlum að ná mark­miðum Parísar­sam­komu­lagsins þá þyrftum við að vera núna í fjórum tonnum,“ segir Hólm­fríður.

Sigurður segir að það sé margt sem þurfi að gera og málið sé ef til vill flókið fyrir venju­legt fólk. Margir hafi heyrt um kol­efnis­bók­hald og -losun en geri sér illa grein fyrir því í hverju það felst.

„Þetta snýst ekki bara um það sem er að gerast innan land­fræði­legrar einingar Ís­lands, heldur einnig það sem við erum að kaupa frá út­löndum og rann­sóknir hafa sýnt fram á að mjög mikið af lofts­lags­á­hrifum á sér stað er­lendis, í tengslum við vöru sem við erum svo að neyta hér á Ís­landi. Það er einn af hvötunum að því að fara í þetta verk­efni, að ná utan um hvað til­heyrir ein­stak­lingi og hans neyslu,“ segir Sigurður.

Hann segir að til dæmis í bók­haldi Ís­lands sem skilað er al­þjóð­lega sé öll stór­iðja en það sé ekki endi­lega vanda­mál okkar sem ein­stak­linga hér.

„Álið sem er fram­leitt hér til­heyrir ekki endi­lega ein­stak­lingnum, heldur frekar álið í símanum sem Ís­lendingurinn kaupir,“ segir Sigurður.

Hólm­fríður segir að hugsunin að baki reikninum sé þannig að færa það nær okkur sem er að baki kol­efnis­sporinu. Hún hafi reynt að nýta er­lenda kol­efnis­reikna, en þeir nýtist Ís­lendingum illa vegna þess að kynding og lýsing hefur miklu stærra kol­efnis­spor annars staðar en hér.

„Við erum svo lán­söm að vera hér með græna orku, en þá veltir maður því fyrir sér hvað það er í sporinu okkar sem veldur því að það er svona stórt. Þegar við skoðum gögnin úr reikninum sjáum við að kynding og lýsing er að­eins tvö prósent kol­efnis­sporsins en þetta er þáttur sem þjóðirnar í kringum okkur eru að berjast við. Það sem eftir er eru þá ferðir, matur og vörur og þjónusta og þar er tæki­færi til að gera betur,“ segir Hólm­fríður.

„Við erum svo lán­söm að vera hér með græna orku, en þá veltir maður því fyrir sér hvað það er í sporinu okkar sem veldur því að það er svona stórt“ segir Hólm­fríður

Fyrir kol­efnis­reikninn hafa því bæði verið fram­kvæmdar vist­ferlis­greiningar á neyslu innan- og utan­lands og þannig greind um­hverfis­á­hrifin af því sem við kaupum og notum „frá vöggu til grafar“.

„Það er svo mikil­vægt að taka til greina hver á­hrifin eru til dæmis af því að kaupa kjól sem er saumaður í út­löndum, eða síma eða bíl eða jafn­vel eitt avókadó sem ræktað er er­lendis. Við þurfum að hugsa hvað sú á­kvörðun þýðir, því á hverjum degi höfum við val um hvað við ætlum að hafa í matinn, hvort við ferðumst innan- eða utan­lands, hvernig bíl við kaupum, hvort við erum á bíl eða hversu marga kjóla við eigum,“ segir Hólm­fríður.

Skjáskot úr reiknivélinni. Fylla þarf inn ýmsar breytur til að finna hvert kolefnissporið er.
Skjáskot/kolefnisreiknir.is

Á­byrgðin liggi ekki einungis hjá ein­stak­lingum

Sigurður segir að þótt það sé mikil­vægt fyrir ein­stak­linga að huga að sinni neyslu þá sé nauð­syn­legt að muna að á­byrgðin liggi ekki ein­göngu hjá ein­stak­lingum, heldur einnig hjá fyrir­tækjum, ríki og sveitar­fé­lögum.

„Við erum ekki að skipa neinum fyrir, heldur erum við ein­fald­lega að veita fólki upp­lýsingar sem hafa ekki al­menni­lega verið fyrir hendi áður því þótt á­byrgðin sé ekki ein­göngu þeirra þá hljóta ein­staklingar að spyrja sig hverju þau séu að valda í þessu og hvert þeirra kol­efnis­spor sé í þessu öllu saman. Kol­efnis­reiknirinn er leið til að komast að því,“ segir Sigurður.

„Við viljum ekki skilja fólk eftir í lausu lofti þegar það sér kol­efnis­sporið sitt, en miðað við til dæmis meðal Ís­lending þarf kol­efnis­sporið að vera einn þriðji af því sem það er í dag til að ná þeim mark­miðum,“ segir Sigurður

Hólm­fríður tekur undir það og segir að það geti hjálpað ein­stak­lingnum að á­kveða að breyta hegðun sinni og neyslu að færa niður­stöðurnar til hans.

Hún segir að hér á landi hafi verið stigið stórt skref árið 2015 þegar hátt í 100 fyrir­tæki skrifuðu undir lofts­lags­yfir­lýsingu Festu og Reykja­víkur­borgar og þau fengu að­stoð við að setja sér mark­mið en að á sama tíma sé lítið um leið­beiningar sem segi ein­stak­lingum til um hvað þeir geti gert.

Með kol­efnis­reikninum geti fólk tekið upp­lýsta á­kvörðun. Þar sé hægt að finna upp­lýsingar um losun meðal Ís­lendings saman­borið við hvernig losun þarf að vera til að ná mark­miðum Parísar­sam­komu­lagsins. Þegar búið er að reikna sporið fær hver ein­stak­lingur svo ráð um hvernig hann geti minnkað sína losun.

„Við viljum ekki skilja fólk eftir í lausu lofti þegar það sér kol­efnis­sporið sitt, en miðað við til dæmis meðal Ís­lending þarf kol­efnis­sporið að vera einn þriðji af því sem það er í dag til að ná þeim mark­miðum,“ segir Sigurður.

Reiknirinn sjálfur byggir á fyrr­nefndum vist­ferlis­greiningum þar sem um­hverfis­á­hrifin eru rakin alla leið upp og niður virðis­keðjuna.
„Það segir okkur hvert kol­efnis­spor einnar vöru er og það notum við í kol­efnis­reikninum,“ segir Sigurður.

Tæki­færi fyrir fram­leið­endur

Til að reikna kol­efnis­sporið þarf að setja inn ýmsar breytur eins og í hversu stórri íbúð maður býr, hvað maður eyðir miklu í fjar­skipti, hversu mikið maður greiðir fyrir hús­næðis­lánið, hversu margir eru á heimilinu, hversu oft maður flýgur á ári, þær sam­göngu­leiðir sem maður nýtir á hverjum degi, hvort maður neytir kjöts eða ekki og hversu miklu maður eyðir í vörur eða þjónustu á mánuði.

„Þetta er fyrsta út­gáfan og við verðum auð­vitað að sjá hvernig við­brögðin verða. Fólk verður kannski ekki glatt að sjá niður­stöðurnar og við lítum á þetta sem tæki­færi til að skilja út á hvað þetta gengur,“ segir Hólm­fríður.

Þau segja tæki­færin sem fylgja reikninum stór fyrir fram­leið­endur til dæmis, því að miklu leyti er það þeim háð hversu lítið hver ein­stak­lingur nær að gera kol­efnis­spor sitt. Það séu því mörg tæki­færi fólgin í því að fram­leið­endur merki vörur sínar og kol­efnis­sporið að baki þeim.

„Bara það að vita meira hjálpar okkur til að­gerða,“ segir Hólm­fríður.

Sigurður tekur undir það og segir að hann hafi orðið var við það víða að fólk kalli ekki einungis eftir að­gerðum til að bregðast við lofts­lags­vánni, heldur kalli það einnig eftir upp­lýsingum og telur að kol­efnis­reiknirinn geti að­stoðað við það.

„Hvernig á maður að taka á­kvörðun um sína neyslu ef maður veit ekki hvað er að valda kol­efnis­sporinu?“

Hægt er að reikna kol­efnis­sporið á kol­efnis­reiknir.is.