Helga Vala Helga­dóttir, þing­kona Sam­fylkingarinnar, segir að al­menningur hafi upp­lifað alls­herjar upp­lýsinga­ó­reiðu í boði stjórn­valda, vegna mis­munandi túlkana á hinni svo­kallaðri tveggja metra reglu. Þetta kom fram í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þar kom fram að Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, muni á næstunni leggja til skýrari út­færslu á tveggja metra reglunni.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í dag, telur Þór­ólfur Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur, ferða­mála­ráð­herra, ekki hafa brotið sótt­varnar­reglur með vin­konu­hittingi sínum um helgina, sem blaðið greindi fyrst frá.

Á upp­lýsinga­vefnum CO­VID.is kemur fram að sam­kvæmt gildandi sam­komu­banni þurfi fólk, hvar sem það kemur saman og í allri starf­semi, að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli þeirra sem ekki deila heimili.

Ljóst er að upp­lýsingarnar á vefnum eru ekki í fullu sam­ræmi við nýjustu aug­lýsingu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu um sam­komu­bann. Þar segir: „Á sam­komum, öllum vinnu­stöðum og í allri annarri starf­semi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli ein­stak­linga sem ekki deila heimili.“

„Ekki sam­kvæmt reglu­gerðinni, því í reglu­gerðinni segir að rekstrar­aðilar skuli tryggja fólki tvo metra,“ segir Þór­ólfur í sam­tali við frétta­stofu Stöðvar 2 spurður út í ráð­herrann. Yfir­völd hafi þó hvatt al­menning til að virða regluna.

„Auð­vitað vitum við það að fólk gerir það ekki innan fjöl­skyldna eða í nánum fjöl­skyldu­hópum, það er kannski fyrst og fremst í hópum þar sem fólk þekkir ekki hvort annað.“

Ljóst að þetta hafi ekki verið skilningur sem lagt hafi verið upp með

„Ég held að við höfum upp­lifað alls­herjar upp­lýsingar­óreiðu í boði stjórn­valda. Það er alveg ljóst hvað stendur á co­vid.is og í skila­boðum frá ráðu­neytinu og að þetta er ekki skilningurinn sem lagt var upp með,“ segir Helga.

Nú eigi að breyta reglunum vegna þess að ráð­herrar geti ein­fald­lega ekki farið eftir þeim. Helga segist velta fyrir sér stöðu þjóð­fé­lags­hópa sem nú kveðji ná­komna með sjón­varps­út­sendingum, leik­húsana og þeirra sem ætli að fermast.

„Það gilda aðrar reglur þar en með ráð­herra ríkis­stjórnarinnar, mér finnst það al­gjör­lega ó­tækt,“ segir Helga. Hún segir spurð að það vanti meira sam­ráð við Al­þingi vegna málsins.

„Al­menningur er að fara eftir þessu. Ég skil ekki af hverju núna er látið eins og þetta séu ekki reglurnar. Voru upp­lýsingarnar þá svona rangar sem birtar voru í aug­lýsingunni og á co­vid síðunni?“