„Neyt­enda­sam­tökin telja að þó þessi inn­heimtu­kostnaður sé ekki bein­línis í bága við lög, sé hann sið­laus,“ segir í frétt á vef Neyt­enda­sam­takanna.

Sam­tökunum barst á­bending frá hópi lög­fræði­nörda á Face­book um van­skila­kostnað smá­lána­fyrir­tækisins Núnú. Í fréttinni kemur fram að krafa fyrir­tækisins með 12 þúsund króna höfuð­stól hafi verið komin í 45 þúsund krónur á að­eins sex vikum, sem jafn­gildir rúm­lega 2.400% vöxtum á árs­grund­velli.

Ekkert þak á innheimtukostnað

„Sam­kvæmt lögum má ár­leg hlut­falls­tala lán­töku­kostnaðar nema að há­marki 35% að við­bættum stýri­vöxtum Seðla­bankans, sem nú eru 5,5%. Ekkert há­mark er á inn­heimtu­kostnaði og því er fyrir­tækjum í sjálfs­vald sett hversu hár hann er,“ segja Neyt­enda­sam­tökin og bæta við:

„Neyt­enda­sam­tökin telja að þó þessi inn­heimtu­kostnaður sé ekki bein­línis í bága við lög, sé hann sið­laus og hafa marg­sinnis kallað eftir því að Al­þingi stöðvi ó­svinnuna með nauð­syn­legum laga­breytingunum, líkt og ná­granna­lönd hafa gert.“

Sögð nýta sér gloppuna

Bent er á erindi sem Breki Karls­son, for­maður Neyt­enda­sam­takanna, sendi dóms­mála­ráðu­neytinu þann 23. nóvember 2020. Í erindinu kom fram að á árunum 2018 til 2020 hafi á fimmta hundrað manns leitað til Neyt­enda­sam­takanna vegna harð­neskju­legra inn­heimtu­að­gerða.

Bent var á að lán­tak­endur væru varnar­lausir gagn­vart kostnaði inn­heimtu­fyrir­tækja, þar sem þeir eiga ekki í við­skipta­sam­bandi við þau, heldur við kröfu­hafa. Þá væri við­skipta­sam­band kröfu­hafa og inn­heimtu­fyrir­tækja oft á þann veg að hvorugur hefði hag að því að leitað sé hag­ræðingar við inn­heimtu, á kostnað neyt­enda.

„Þess má geta að smá­lána­fyrir­tækin nýta sér þessa gloppu. Eftir vel heppnaðar breytingar á lögum um neyt­enda­lán þar sem þak var sett á vexti, nýta smá­lána­fyrir­tæki nú það að ekkert há­mark er á inn­heimtu­kostnaði og hala inn sömu og jafn­vel hærri upp­hæðum í gegnum inn­heimtu­gjöld og þau gerðu áður með okur­vöxtum. Þannig hafa Neyt­enda­sam­tökin séð dæmi þess að nokkur hundruð króna um­deildar kröfur beri tug­þúsunda inn­heimtu­kostnað.“

Í frétt á vef Neyt­enda­sam­takanna segir að erindinu hafi enn ekki verið svarað, tæpum tveimur árum síðar.