Mikill meiri­hluti Ís­lendinga vill leyfa lausa­göngu katta sam­kvæmt nýrri könnun Maskínu. Konur eru því hlynntari því en karlar og eru í­búar á höfuð­borgar­svæðinu, Suður­landi og Reykja­nesi hlynntari lausa­göngu katta en í­búar í öðrum lands­hlutum. Yngra fólk er já­kvæðara fyrir lausa­göngu en þeir sem eldri eru.

Alls sögðust tæp 65 prósent vera hlynnt lausa­göngu katta í sínu sveitar­fé­lagi. Tals­verður munur er á af­stöðu eftir kyni, tæp 72 prósent kvenna eru því hlynnt en tæp 42 prósent karla.

Mynd/Maskína

Sömu­leiðis var af­staða nokkuð mis­jöfn eftir aldri og var fólk á aldrinum 18 til 29 ára hlynntast lausa­göngu eða tæp 76 prósent. Svar­endur 60 ára og eldri eru lítt hrifnastir og sögðust 47,6 vera því and­snúnir.

Ef horft er til bú­setu eru það Reyk­víkingar sem hlynntastir eru, 70,4 prósent og þar næst í­búar í ná­granna­sveitar­fé­lögum, 64,7 prósent. Af í­búum á Vestur­landi og Vest­fjörðum eru hins vegar að­eins 57,9 prósent sem vilja leyfa lausa­göngu katta og á Norður­landi er hlut­fallið svipað, þar eru 57,4 prósent í­búar and­snúin.

Mynd/Maskína

Nokkur munur er einnig ef horft er til menntunar­stigs. Þátt­tak­endur í könnun Maskínu sem lokið hafa fram­halds­námi í há­skóla sem vilja leyfa lausa­göngu dýranna eru 73 prósent, um tíu prósentum fleiri en þeir sem lokið hafa annarri menntun.

Þeir sem hafa heimils­tekjur lægri en 400 þúsund krónur á mánuði eru hlynntastir lausa­göngu, alls 74,4 prósent. Af þeim sem eru með heimilis­tekjur á bilinu 800 til 999 þúsund vilja hins vegar 58,7 prósent heimila lausa­göngu.

Mynd/Maskína

Kjós­endur Pírata eru hrifnastir af lausa­göngu, alls sögðust 78,3 prósent þeirra sem kjósa myndu flokkinn færu Al­þingis­kosningar fram í dag vilja leyfa hana. Ætli þeir að kjósa Mið­flokkinn segjast 52,4 prósent vilja leyfa lausa­göngu katta í sínu sveitar­fé­lagi.

Könnunin var lögð fyrir Þjóð­gátt Maskínu á netinu en hópurinn er dreginn af handa­hófi úr Þjóð­skrá. Svar­endur eru af öllu landinu 18 ára og eldri og sam­kvæmt til­kynningu frá Maskínu endur­spegla þeir þjóðina vel. Hún fór fram dagana 5. til 16. nóvember 2021 og voru svar­endur 810.

Mynd/Maskína