Nýja Vín­búðin hóf sölu á sjálfs­prófum fyrir Co­vid-19 í morgun, áður en reglu­gerðinni var breytt til að heimila sölu þeirra. Þetta segir eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Nýju Vín­búðarinnar, Sverrir Einar Ei­ríks­son.

Sverrir segist hafa verið að selja þessi próf í Bret­landi í nokkurn tíma við góðar undir­tektir. „Þessi próf eru CE-merkt og því heimild fyrir því að selja þau alls staðar í Evrópu,“ segir Sverrir.

„Við á­kváðum að hefja sölu byrja að selja þau þegar við sáum að það var greini­lega eftir­spurn eftir þeim,“ segir hann en hann hefur nokkuð verið að fylgjast með um­ræðunni um þau á Ís­landi.

Í til­kynningu frá fyrir­tækinu segir að ís­lenskir neyt­endur hafi tekið vel í vöruna og keypt þó nokkur stykki í morgun, óháð sam­þykki yfir­valda fyrir notkun.

„Ég bar þetta undir lög­fræðing og hann vildi meina að það væri akkúrat engin laga­heimild fyrir því að banna sölu á þessu því það er CE-merkt,“ segir hann.

„Við töldum þetta vera full­kom­lega heimilt og á­gætt að heil­brigðis­ráð­herra stað­festi það,“ segir hann. Í til­kynningunni segir að lík­lega hefði tölu­verður fjöldi nýtt sér prófin hvort eð er, til dæmis við undir­búning fyrir ýmis manna­mót.