Stjórn Mið­stöðvar ís­lenskra bók­mennta (MÍB) lagði ekki full­nægjandi grunn að niður­stöðu sinni þegar þau höfnuðu um­sókn um út­gáfu­styrk. Þetta kemur fram í á­liti um­boðs­manns Al­þingis sem gefið var út í dag.
Maður sem fékk synjun um út­gáfu­styrk úr bók­mennta­sjóði sendi inn kvörtun til um­boðs­manns Al­þingis. Niður­staða um­boðs­manns var sú að Mið­stöð ís­lenskra bók­mennta hefði ekki unnið í sam­ræmi við lög og vandaða stjórn­sýslu­hætti þegar um­sókninni var hafnað.

„Í kjöl­far skýringa stjórnarinnar beindist at­hugun um­boðs­manns einkum að því hvort skráning upp­lýsinga um með­ferð um­sókna og undir­búningur á­kvörðunar um út­hlutun hefði verið full­nægjandi. Benti hann á að stjórninni bæri að haga undir­búningi mála þannig að hún gæti gert grein fyrir því hvað hefði einkum ráðið niður­stöðu um hverja um­sókn,“ segir á vef um­boðs­manns Al­þingis.

Þar kemur einnig fram að engu hafi breytt þótt á­kvarðanir af þessu tagi væru undan­þegnar skyldu til rök­stuðnings og kæru­heimild. Að sögn um­boðs­manns varð það ekki ráðið af þeim gögnum sem honum bárust frá stjórn MÍB hvaða sjónar­mið réðu mati ráð­gjafa og engin gögn lágu fyrir um með­ferð stjórnarinnar á um­sókninni.

„Af þeim sökum væri ó­mögu­legt að stað­reyna hvort þau sjónar­mið sem stjórnin kvaðst hafa byggt á hefðu í reynd verið lögð til grund­vallar á­kvörðuninni eða hvort um­sögn ráð­gjafanna hefði sjálf­krafa leitt til þess að um­sóknin hefði ekki komið til frekara mats af hennar hálfu,“ segir í á­liti um­boðs­manns.

„Af sömu á­stæðum væri ekki hægt að taka af­stöðu til þess hvort stjórnin hefði gætt mál­efna­legra sjónar­miða við á­kvörðun sína. Skráning upp­lýsinga af hálfu stjórnar Mið­stöðvar ís­lenskra bók­mennta hefði þar af leiðandi ekki verið í sam­ræmi við lög og vandaða stjórn­sýslu­hætti.“

Út­gáfu­styrkjum MÍB er einungis út­hlutað einu sinni á ári og þar sem út­hlutun var lokið þetta árið taldi um­boðs­maður á­stæðu­laust að beina því til stjórnar að taka málið upp að nýju. Manninum væri þó frjálst að leggja aftur inn um­sókn vegna sama rits að ári liðnu. Um­boðs­maður ráð­lagði þó stjórninni að taka fram­vegis mið af áður­nefndum sjónar­miðum á­litsins við með­ferð og af­greiðslu um­sókna í fram­tíðinni.