Ríkis­sak­sóknari hafnaði réttar­beiðni sem barst frá Noregi þar sem farið var fram á að móðir yrði hand­tekin fyrir brott­nám og hún af­hent norskum yfir­völdum. Þetta kemur fram í úr­skurði Héraðs­dóms Reykja­víkur sem Lands­réttur stað­festi.

Héraðs­dómur hafnaði móðurinni beiðni um dóm­kvaddan mats­mann í brott­náms­máli. RÚV greinir frá því að Héraðs­dómur hafi talið mikil­vægt að sál­fræðingur ræddi ítar­lega við þrjá syni konunnar vegna þess að þeir hefðu notið „ó­venju­lega tak­markaðrar um­gengni.“

Málið vakti mikla at­hygli, bæði hér­lendis og í Noregi, en móðirin sótti þrjá drengi til Noregs og flutti þá hingað án vit­neskju föður og sam­ráðs við hann.

Brott­nám drengjanna er rekið í úr­skurð héraðs­dóms en þar kemur fram að drengirnir hafi ekki flogið undir eigin nafni og að norsk yfir­völd hafi gefið út hand­töku­skipun á hendur móðurinni.

Í júlí á þessu ári lagði faðirinn fram beiðni fyrir héraðs­dóm þar sem hann fór fram á að drengirnir yrðu teknir úr um­ráðum móður sam­stundis. Þá hélt faðirinn því fram að móðirin héldi drengjunum ó­lög­lega á Ís­landi, enda færi faðirinn einn með for­sjá drengjanna.

Móðirin segir drengina vilja frekar búa á Ís­landi, en þar eigi þeir móður, systur, hálf­syst­kini og stór­fjöl­skyldu og því hefði það al­var­legar sál­rænar af­leiðingar fyrir þá ef þeir væru teknir frá henni.

Því vildi móðirin fá mats­mann sem myndi svara átta spurningum um hvaða á­hrif það hefði á drengina að fara aftur til föður síns í Noregi en þeirri kröfu hafnaði héraðs­dómur. Dómarinn í málinu telur engu að síður á­stæðu fyrir því að sál­fræðingur ræddi við drengina.

Í úr­skurðinum, sem kveðinn var upp í lok ágúst, kemur fram að norsk yfir­völd hafi sent réttar­beiðni til Ís­lands þar sem krafist var að móðirin yrði hand­tekin og af­hent norskum yfir­völdum.

Þeirri kröfu hafnaði ríkis­sak­sóknari, enda var hand­töku­skipunin ekki gefin út af dómara og Fangelsis­mála­stofnun hefði sam­þykkt beiðni um að móðirin gæti tekið refsingu sína hér­lendis.