Tveir mið­aldra karl­menn höfðu fé af ung­lings­pilti í Laugar­nes­hverfinu í dag með því að sýna honum mynd af van­nærðu barni sem þeir sögðu að þyrfti á að­gerð að halda. Guð­mundur Páll Jóns­son lög­reglu­full­trúi stað­festi þetta við Frétta­blaðið en RÚV greindi fyrst frá málinu.


Mennirnir komu upp að drengnum og þvinguðu af honum pening sem hann var með á sér. Þeir sáu síðan að hann væri einnig með debed­kort og reyndu að fá hann með sér í hrað­banka til að geta gefið þeim meiri pening.


Mennirnir sýndu drengnum mynd af van­nærðu barni og sögðu honum að það þyrfti á að­gerð að halda. Peningurinn væri til að bjarga lífi þess. Drengnum tókst svo að komast undan og fara heim til sín.


Guð­mundur segir að málið sé nú til rann­sóknar hjá lög­reglunni og að það verði skoðað betur eftir helgi. Ekki er vitað hverjir mennirnir voru og liggja engir undir grun eins og er.

Móðir drengsins sagði frá málinu í Face­book-hóp íbúa í Laugar­nes­hverfinu þar sem hún varaði við mönnunum sem hún sagði hafa verið heldur á­genga við son sinn.