Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði eftir­lit með sam­komu­stöðum í gær en alls fór lög­regla á 33 staði til að kanna hvort farið væri eftir ráð­stöfunum varðandi sótt­varnir og tveggja metra regluna.

Að því er kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu voru 23 staðir með sín mál í góðu standi en áður hafði verið veitt til­tal á fjórum stöðum sem brugðust við til­mælum lög­reglu og eru nú í góðu standi.

Auk þeirra staða sem fegnu til­tal þurftu sex til við­bótar að gera úr­bætur og bæta skipu­lag. Ekki þurfti þó að loka þeim stöðum þar fáir voru inni á þeim stöðum og því hægt að grípa til tafar­lausa ráð­stafana.

„Starfs­mönnum þessara staða voru sem fyrr veittar ráð­leggingar um hvernig mætti gera betur og auka skipu­lagið,“ segir enn fremur í til­kynningunni. Lög­regla hafði áður komið á tvo staði og veitt til­tal en lítið virðist hafa vera gert.

Af þeim stöðum sem lög­regla hafði eftir­lit með í gær voru engir með al­gjör­lega ó­við­unandi ráð­stafanir. Lög­regla segir það vera gott og sé vonandi til marks um að staðirnir og eig­endur þeirra séu að axla á­byrgð á sótt­vörnum sínum.

„Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu mun við­hafa virkt eftir­lit með sam­komu­stöðum alla helgina. Meti lög­regla að­stæður ó­við­unandi verður sektum beitt og stöðum lokað tíma­bundið ef tafar­lausar ráð­stafanir þykja ekki nægi­legar. Vonandi geta allir notið CO­VID-lausrar helgar á sam­komu­stöðum borgarinnar.“