Hörður Birgir Haf­steins­son átti síð­degis­vakt í Elliða­ánum í gær og gerði sér lítið fyrir og hann landaði höfðingjanum svo­kallaða, sam­kvæmt frétt á heima­síðu Stanga­veiði­fé­lags Reykja­víkur.

„Margir veiði­menn sem hafa lagt leið sína í Elliða­árnar í sumar hafa rekist á stór­fiskinn í Ár­bæjar­hyl sem hefur sýnt sig af og til. Nokkrar sögur eru til þar sem menn hafa sett í hann en þær viður­eignir hafa verið mjög stuttar!“ segir á heima­síðu SVFR.

Hörður landaði höfðingjanum hins vegar um kvöld­matar­leytið í gær en hann tók Mun­roe Killer # 16. Sam­kvæmt frétt SVFR var mikið af fiski í hylnum og Hörður búinn að prófa nokkrar flugur en það var ekki fyrr en Mun­roe Killerinn fór undir að hann fékk þennan höfðingja til að taka.

Fiskurinn var mældur 95 cm að lengd og klár­lega fiskur í yfir­stærð sé miðað við meðal­stærð í Elliða­ánum.