Ríkissaksóknari New York, Letitia James, hefur tilkynnt að hún muni höfða mál til að leysa upp Landssamband byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, vegna fjármálamisferlis en þetta kemur fram í frétt BBC um málið.
Fjórir einstaklingar hafa verið nefndir sem sakborningar í málinu, þar á meðal Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, en James segir sambandið hafa lagt milljónir Bandaríkjadala inn á reikninga yfirmanna sambandsins.
Þá hafi LaPierre gegnt lykilhlutverki þegar kom að misferli sambandsins, til að mynda hafi hann ferðast átta sinnum með einkaþotu til Bahama-eyja með fjármagni sambandsins.
BREAKING: NY AG Letitia James files lawsuit seeking to dissolve the NRA, accusing the organization of “years of self-dealing and illegal conduct that violate New York’s charities law and undermine its own mission.” pic.twitter.com/8dR9idbBxL
— MSNBC (@MSNBC) August 6, 2020
Neitar því að ákvörðunin sé pólitísk
Að sögn James nær meint misferli sambandsins langt aftur í tímann og að spilling innan sambandsins væri svo víðtæk að nauðsynlegt væri að leysa sambandið upp. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að [sambandið] hafi því miður verið notað sem persónulegur sparibaukur fyrir fjóra sakborninga,“ sagði James um málið.
Í tilkynningu frá sambandinu á Twitter kemur fram að um sé að ræða tilhæfulausa árás gegn sambandinu og stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hafi ákvörðunin verið tekin vegna pólitískra hagsmuna.
Sambandið á sterk tengsl við Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum en James, sem er sjálf Demókrati, neitaði því alfarið að pólitík hafi spilað hlutverki við ákvörðunina.
(1/3) NRA PRESIDENT RESPONDS TO NY AG:
— NRA (@NRA) August 6, 2020
This was a baseless, premeditated attack on our organization and the Second Amendment freedoms it fights to defend. You could have set your watch by it: the investigation was going to reach its crescendo as...
(3/3) Our members won’t be intimidated or bullied in their defense of political and constitutional freedom.
— NRA (@NRA) August 6, 2020
As evidenced by the lawsuit filed by the NRA today against the NY AG, we not only will not shrink from this fight – we will confront it and prevail.