Stjórn Menningar­fé­lags Akur­eyrar, MAk, sem rekur Hof er að vinna að endur­skoðun á gjaldi sem greiða þarf fyrir út­leigu á sölum menningar­hússins fyrir tón­leika­hald.

Preben Jón Péturs­son, for­maður stjórnar MAk, segir þá vinnu ó­tengda gagn­rýni sem Michael Jón Clar­ke tón­listar­maður hefur sett fram.

Michael Jón segir að salir Hofs séu of dýrir til að fólk úr tón­listar­legri gras­rót hafi efni á að nýta húsið undir tón­leika. Hof sé eins og skrímsli sem étur börnin sín.

Preben Jón segir að Hof fái ríkis­styrki en samið hafi verið til þriggja ára og fé­lög sem geri lengri samninga þurfi að taka á sig verð­bólgu og launa­hækkanir.

Veitinga­staðurinn í Hofi hefur sagt upp samningi sínum við Hof en ekki er rétt að engin veitinga­sala fari fram þessa dagana innan­húss að sögn Prebens. Staðurinn er sam­kvæmt upp­lýsingum Frétta­blaðsins sá fjórði í röðinni sem ekkert verður á­gengt í menningar­húsinu.