Stjórn Menningarfélags Akureyrar, MAk, sem rekur Hof er að vinna að endurskoðun á gjaldi sem greiða þarf fyrir útleigu á sölum menningarhússins fyrir tónleikahald.
Preben Jón Pétursson, formaður stjórnar MAk, segir þá vinnu ótengda gagnrýni sem Michael Jón Clarke tónlistarmaður hefur sett fram.
Michael Jón segir að salir Hofs séu of dýrir til að fólk úr tónlistarlegri grasrót hafi efni á að nýta húsið undir tónleika. Hof sé eins og skrímsli sem étur börnin sín.
Preben Jón segir að Hof fái ríkisstyrki en samið hafi verið til þriggja ára og félög sem geri lengri samninga þurfi að taka á sig verðbólgu og launahækkanir.
Veitingastaðurinn í Hofi hefur sagt upp samningi sínum við Hof en ekki er rétt að engin veitingasala fari fram þessa dagana innanhúss að sögn Prebens. Staðurinn er samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sá fjórði í röðinni sem ekkert verður ágengt í menningarhúsinu.