Reykjavík

Hönnunarljós keypt fyrir tæpa milljón í braggann

Ljósakrónur Berlinord prýða Nauthólsveg 100. Fréttablaðið/Anton Brink

Keyptar voru hönnunarljósakrónur og lampar af íslensku hönnunarfyrirtæki í Danmörku fyrir byggingarnar við Nauthólsveg 100. Hönnuðurinn, Hrafnkell Birgisson, segir að keypt hafi verið á bilinu 40 til 50 ljós sem nú prýða hluta þeirra bygginga við braggann umtalaða í Nauthólsvík sem tilbúnar eru.

Í sundurliðun kostnaðar vegna framkvæmdanna má sjá greiðslu í maí 2017 upp á 8.450 evrur til Berlinord, sem er hönnunarstofa Hrafnkels. Reikningurinn hljóðar upp á 956.619 krónur. Í heimsókn borgarstjórnarflokks Pírata í byggingarnar mátti sjá hin glæsilegu ljós prýða byggingarnar eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Hrafnkell hefur rætt hönnun ljósalínunnar í íslenskum fjölmiðlum ení samtali við mbl.is fyrir rúmu ári greindi hann frá því ljósakrónurnar hafi upphaflega verið hannaðar sem bökunarform en fengið nýtt líf nokkrum árum síðar við góðar viðtökur.

Hrafnkell segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að keypt hafi verið á bilinu 40-50 lampar og ljós af honum vegna Nauthólsvegar. Út frá því má áætla að kostnaður við hvert stykki sé á bilinu 19-24 þúsund krónur.

Sjá einnig: „Það eru breiður af þessu við Hvaleyrarvatn“

Kostnaðurinn við hina ýmsu þætti braggaframkvæmdarinnar hefur vakið hörð viðbrögð að undanförnu, nú síðast voru það dönsk strá sem flutt voru inn með ærnum tilkostnaði. Strá sem landslagsarkitektinn sagði við Fréttablaðið í gær að væri ætlað að skapa strandstemmingu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Reykjavík

Segir börnum mismunað

Reykjavík

Bank­sy per­sónu­leg gjöf og endaði heima í stofu

Reykjavík

Reykjavík rekin með afgangi en skuldasöfnunin gagnrýnd

Auglýsing

Nýjast

Ríkið bótaskylt vegna vinnuslyss á Landspítalanum

Tesla kaupir trukkafyrirtæki til að hraða afhendingu

Upp­sögn eftir 44 ára starf dæmd ó­lög­mæt

„Svartur dagur fyrir blaða­mennsku“

Kínverjar velja lengri gerðir bíla

Mikilvægt að fá botn í málið sem fyrst

Auglýsing