Þingmenn breska þingsins höfnuðu rétt í þessu að ganga úr Evrópusambandinu, ESB, án samnings. Mjótt var þó á munum í kosningunni, en 308 greiddu með henni en 312 gegn henni. Þetta útilokar þó ekki að Bretar gangi úr Evrópusambandinu 29. mars næst komandi. 

Á morgun greiða þingmenn atkvæði um tillögu sem snýr að því að stjórnvöld fresti útgöngu Breta úr ESB um óákveðin tíma. Ef að sú tillaga verður samþykkt, og samningsmenn Evrópusambandsins samþykkja ráðahaginn, verður útgöngu Breta úr ESB frestað. 

Tveimur útgöngusamningum Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hafnað á þessu ári. 

Fréttin hefur verið uppfærð.