Skipu­lags- og byggingar­full­trúi Skaft­ár­hrepps aug­lýsir nú í vikunni að niður­staða sveitar­stjórnar um að veita fram­kvæmda­leyfi fyrir Hnútu­virkjun í Hverfis­fljóti sé kæran­leg til úr­skurðar­nefndar um­hverfis- og auð­linda­mála.

Kæru­frestur er einn mánuður frá birtingu aug­lýsingar.

Út frá fyrri yfir­lýsingum and­stæðinga virkjunarinnar má ætla að fram­kvæmda­leyfið verði kært, enda er virkjunin í hópi þeirra um­deildustu á síðari tímum.

Full­trúar minni­hlutans í Skaft­ár­hreppi segja að um brot á náttúru­verndar­lögum sé að ræða. Undir það tekur fram­kvæmda­stjóri Land­verndar.

Í aug­lýsingu skipu­lags­full­trúa segir að fram­kvæmda­leyfið sé gefið út á grund­velli mats á um­hverfis­á­hrifum. Fram­kvæmdin sé í sam­ræmi við sam­þykktar breytingar á skipu­lagi.