Tæplega tíu metra langur hnúfubakur rakst á skip í Tempsá í Englandi og dó. Hvalurinn hafði þá synt upp og niður eftir ánni í Kent-sýslu, nálægt Dartford brúnni í nokkra daga áður en hann rakst á skipið. Hnúfubakurinn fékk viðurnefnið Hessy en um er að ræða ungan kvenkyns kálf.
Rob Deaville, forstöðumaður dýrafræðisamtakanna Zoological Society of London, staðfesti í dag að hvalurinn hafi rekist á skip og dáið.
Dýrafræðingar þurftu að nota krana til að hýfa upp hræið úr ánni.
Þá þykir óvenjulegt að sjá hvali í Thames ánni en mjaldurinn Benny sást oft á sundi í Thames í fyrra. Hann hélt sig lengst af í þeim hluta árinnar sem er í Kent-sýslu eins og hnúfubakurinn gerði.
What a sad sight - RIP Hessy the Humpback https://t.co/2TT6CDpGQJ pic.twitter.com/wrKgbgtZXs
— Angela Cole 📝🐾🌊🍂 (@AngelaFCole) October 9, 2019