Tveir hafa verið fluttir á sjúkra­hús eftir að maður vopnaður hníf réðst að þeim fyrir utan verslunar­mið­stöð í Västerås í Sví­þjóð í morgun. Á­rásar­maðurinn er í haldi lög­reglu.

Afton­bladet greinir frá þessu.

Í frétt Afton­bladet kemur fram að annar hinna slösuðu sé með al­var­lega á­verka. Lög­regla var með mikinn við­búnað á vett­vangi og lokaði nokkuð stóru svæði eftir að hún kom á vett­vang.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort á­rásar­maðurinn þekkti fórnar­lömb sín eða hvort þau voru valin af handa­hófi.