Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að maður vopnaður hníf réðst að þeim fyrir utan verslunarmiðstöð í Västerås í Svíþjóð í morgun. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.
Aftonbladet greinir frá þessu.
Í frétt Aftonbladet kemur fram að annar hinna slösuðu sé með alvarlega áverka. Lögregla var með mikinn viðbúnað á vettvangi og lokaði nokkuð stóru svæði eftir að hún kom á vettvang.
Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort árásarmaðurinn þekkti fórnarlömb sín eða hvort þau voru valin af handahófi.