Maður vopnaður hnífi réðst að veg­far­endum fyrir utan verslun í Nu­me­dal í suður­hluta Noregs í morgun. Þrír eru særðir eftir á­rásina, þar af einn al­var­lega.

Lög­regla var með mikinn við­búnað á vett­vangi en rann­sókn málsins er á frum­stigi. Hinn grunaði var hand­tekinn af lög­reglu nokkrum mínútum eftir að til­kynnt var um á­rásina.

NRK hefur eftir sjónar­vottum að einn maður hafi ráðist að öðrum og hópur fólks hafi reynt að stöðva manninn. Ekki liggur fyrir hvort á­rásar­maðurinn hafi valið fólk af handa­hófi eða hvort hún hafi beinst að á­kveðnum aðila eða aðilum.