Innlent

HM-farar vari sig á far­síma­kostnaði

Póst- og fjar­skipta­stofnun varar ís­lenska HM-fara við háum far­síma­kostnaði í Rúss­landi.

HM-farar eru varaðir við háum farsímakostnaði í Rússlandi. Fréttablaðið/Getty

Íslenskir stuðningsmenn eru beðnir að hafa varann á þegar kemur að farsímanotkun í Rússlandi. Póst- og fjarskiptastofnun bendir fólki á að Rússland sé ekki aðili að reglugerðum Evrópusambandsins um reikiþjónustu farsíma.

Þannig sé verð fyrir farsímanotkun töluvert hærra en innan EES-svæðisins og engin verðþök á gjöld fyrir almenna farsímaþjónustu. Að sama skapi gildir ekki 50 evru hámark sem sett er á reikikostnað sem ver alla jafna neytendur fyrir háum reikningum innan EES-svæðisins.

Bendir stofnunin því ferðalöngum sem eru á leið til Rússlands að hafa samband við farsímafyrirtæki sitt og fá ráðleggingar um hvernig er best að haga farsímanotkun sinni á ferðalögum þar, bæði hvað varðar símtöl, SMS og gagnamagn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Enn spáir rigningu: „Hvers­konar ógeð er þetta eigin­lega?“

Innlent

„Held ég hafi sjaldan verið jafn bjartsýn“

Innlent

Sýndu ljósmæðrum samstöðu

Auglýsing

Nýjast

Fréttir

Eldur í gámi við Laugaveg

Innlent

Bullað um Ís­land: Villur og ýkjur í er­lendum fjöl­miðlum

Innlent

Hissa á að Sanna styðji Eyþór til formennsku

Samgöngumál

Stefnir að því að opna leigu­bíla­markaðinn

Innlent

Segir „moskító­flugurnar“ sára­sak­laust ryk­mý

Innlent

Hiti í borgar­­stjórn: „Það er enginn glaður í dag“

Auglýsing