Innlent

HM-farar vari sig á far­síma­kostnaði

Póst- og fjar­skipta­stofnun varar ís­lenska HM-fara við háum far­síma­kostnaði í Rúss­landi.

HM-farar eru varaðir við háum farsímakostnaði í Rússlandi. Fréttablaðið/Getty

Íslenskir stuðningsmenn eru beðnir að hafa varann á þegar kemur að farsímanotkun í Rússlandi. Póst- og fjarskiptastofnun bendir fólki á að Rússland sé ekki aðili að reglugerðum Evrópusambandsins um reikiþjónustu farsíma.

Þannig sé verð fyrir farsímanotkun töluvert hærra en innan EES-svæðisins og engin verðþök á gjöld fyrir almenna farsímaþjónustu. Að sama skapi gildir ekki 50 evru hámark sem sett er á reikikostnað sem ver alla jafna neytendur fyrir háum reikningum innan EES-svæðisins.

Bendir stofnunin því ferðalöngum sem eru á leið til Rússlands að hafa samband við farsímafyrirtæki sitt og fá ráðleggingar um hvernig er best að haga farsímanotkun sinni á ferðalögum þar, bæði hvað varðar símtöl, SMS og gagnamagn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Reikna með opnun Ölfus­ár­brúar á há­degi

Innlent

Telur engar laga­legur for­sendur fyrir á­kæru um peninga­þvætti

Lögreglan

Staðinn að ræktun 400 kanna­bis­plantna

Auglýsing

Nýjast

Erum á milli tveggja lægða

Risavaxið erfðamengi hveitis kortlagt

Húsa­friðunar­nefnd afar von­svikin með Reykja­nes­bæ

Á undan áætlun með Ölfusárbrú

Erfitt að ræða misréttið segja landsliðskonur

Borgin hefur varið 11,3 milljónum í sálfræðinga vegna eineltismála

Auglýsing