Innlent

HM-farar vari sig á far­síma­kostnaði

Póst- og fjar­skipta­stofnun varar ís­lenska HM-fara við háum far­síma­kostnaði í Rúss­landi.

HM-farar eru varaðir við háum farsímakostnaði í Rússlandi. Fréttablaðið/Getty

Íslenskir stuðningsmenn eru beðnir að hafa varann á þegar kemur að farsímanotkun í Rússlandi. Póst- og fjarskiptastofnun bendir fólki á að Rússland sé ekki aðili að reglugerðum Evrópusambandsins um reikiþjónustu farsíma.

Þannig sé verð fyrir farsímanotkun töluvert hærra en innan EES-svæðisins og engin verðþök á gjöld fyrir almenna farsímaþjónustu. Að sama skapi gildir ekki 50 evru hámark sem sett er á reikikostnað sem ver alla jafna neytendur fyrir háum reikningum innan EES-svæðisins.

Bendir stofnunin því ferðalöngum sem eru á leið til Rússlands að hafa samband við farsímafyrirtæki sitt og fá ráðleggingar um hvernig er best að haga farsímanotkun sinni á ferðalögum þar, bæði hvað varðar símtöl, SMS og gagnamagn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Samfélag

Geitin komin á sinn stað

Menning

Lukku-Láki og vinir ekki undanskildir

Neytendur

Ekkert okur hjá H&M

Auglýsing

Nýjast

Borgarbúar kjósa um rafrænt eftirlit og ýmsar umbætur í hverfum

Vonar að hin frjálslyndari öfl á Alþingi þori að taka sig saman

Ágúst­a stefnir Löðr­i: „Get vænt­an­leg­a ekki leik­ið Línu aft­ur“

Ó­sam­mál­a úr­­­skurð­­i en styrk­­ist í trúnn­­i um ó­­lög­­mæt­­i

Slös­uð­ust í vél­hjól­a­slys­i: „Hafð­i þrjár bíl­lengd­ir til að bregð­ast við“

Sýslu­maður hafnaði lög­banns­beiðni á tekjur.is

Auglýsing