Í dag gengur í sunnan 10-18 m/s eftir hádegi, en það verður hvassara í vindstrengjum norðanlands í kvöld og nótt. Víða verður rigning, en það verður úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti verður 7 til 16 stig síðdegis, hlýjast fyrir norðan.

Á morgun verður áfram stíf suðlæg átt og rigning með köflum og það verður talsverð úrkoma sunnantil á landinu eftir hádegi. Undir kvöld verður síðan vestlægari átt á vestanverðu landinu með slyddu og þá kólnar.

Veðurkerfi senda loft að sunnan

Lægðir við suðurhluta Grænlands og hæð yfir Írlandi eru saman að beina til okkar hlýju og röku lofti langt sunnan úr höfum. Það verður sunnan strekkingur eða allhvass vindur í dag en í kvöld og nótt má búast við stormi í vindstrengjum á norðanverðu landinu. Það eru líkur á rigningu eða súld, en það verða samt þurrir kaflar á Norður- og Austurlandi.

Á morgun er gert ráð fyrir krappri smálægð sem fer yfir landið frá norðri til suðurs. Vindáttin verður lengst af suðlæg og það verður mjög vætusamt. Undir kvöld snýst vindur til vesturs á vestanverðu landinu og þar kólnar og það eru líkur á slyddukenndri úrkoma.

Gul viðvörun í gildi á Norðurlandi eystra

Gul viðvörun er í gildi vegna veðurofsans frá kl. 18 í dag á Norðurlandi eystra. Þar verður hvassviðri eða stormur, 18 - 25 m/s, einkum í Eyjafirði, við Skjálfanda og í Bárðardalnum. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll 30 - 35 m/s, sem í bland við hálku á vegum geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Suðlæg átt 10-18 m/s og rigning með köflum, talsverð úrkoma sunnantil á landinu síðdegis. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Austurlandi. Vestlægari um kvöldið á vestanverðu landinu með éljum og kólnar.

Á miðvikudag:

Suðvestan 8-15 með éljagangi, en bjartviðri norðaustantil. Kólnandi, frost 0 til 5 stig seinnipartinn.

Á fimmtudag og föstudag:

Norðlæg átt með snjókomu eða éljum norðanlands, en yfirleitt þurrt og bjart syðra. Frost 1 til 10 stig.

Á laugardag:

Austlæg átt með dálitlum éljum norðanlands, snjókomu eða slyddu syðst á landinu, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Frost 0 til 5 stig.

Á sunnudag:

Útlit fyrir norðaustanátt með dálítilli snjókomu eða slyddu norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti kringum frostmark.