Víða norðan og norð­austan átt 5-13 m/s í kortunum í dag. Rigning eða þoku­súld með köflum en sam­felld úr­koma norð­austan til landinu og lítils háttar rigning sums staðar á suð­austur­landi.

Þurrt og bjart suð­vestan­lands, hiti verður á bilinu 6 til 16 stig og hlýjast á Suður­landi.

þá segir að norð­læg átt verður ríkjandi næstu daga og lík­lega úr­komu­lítið á suð­vestan­verðu landinu og hlýnar enn frekar. Dá­lítil væta heldur á­fram á austan- og norðan­verðu landinu og heldur svalara þar.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á fimmtu­dag:

Norð­læg átt 3-10 m/s og bjart með köflum um landið sunnan- og vestan­vert. Á­fram dá­lítil væta á Norður- og Austur­landi, en styttir upp þar seinni­partinn. Hiti 7 til 20 stig, hlýjast sunnan­lands.

Á föstu­dag, laugar­dag og sunnu­dag:

Norð­læg eða breyti­leg átt og bjart með köflum. Stöku síð­degis­skúrir sunnan til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Suður- og Vestur­landi.

Á mánu­dag (frí­dagur verslunar­manna):

Út­lit fyrir hæga breyti­lega átt, skýjað og lítils háttar vætu en Þurrt og bjart norðan heiða. Á­fram hlýtt í veðri.