Gær­dagurinn var hlýjasti dagur sumarsins í Reykja­vík en þá var sólar­hrings­hitinn 12,8 gráður. Fá­títt er að hlýjasti dagur sumarsins komi í septem­ber.

Frá þessu er greint á Face­book-síðu Bliku sem veður­fræðingurinn Einar Svein­björns­son heldur úti.

Í færslunni kemur fram að sólar­hrings­hitinn hafi verið 12,8 gráður sem er sjónar­mun hærri en 29. ágúst og 10. júní. Há­marks­hitinn í Reykja­vík í gær var 16,4 gráður en miðað við sólar­hrings­hitann var dagurinn sá hlýjasti í sumar. Í tví­gang snemma í júní fór hitinn yfir 17 gráður.

„Ekki fyrir­hafnar­laust að fletta því upp hve­nær það gerðist síðast að hæsti dægur­hiti sumarsins í Rvk. hafi komið í septem­ber, en full­yrða má að það er fá­títt! Markaði eigin­lega enda­lok hlýja kaflans eða sumar­aukans eins og sumir kalla hann sem staðið hefur frá því síðustu dagana í ágúst,“ segir í færslu Bliku.