Í dag og næstu daga er spáð svipuðu veðri og hefur verið undanfarna daga.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður létt skýjað og dálítil væta af og til með suðvestur og vestur ströndinni. Hitastig er 10- 24 gráður og verður áfram bjart og hlýjast á Suðaustur- og Austurlandi. Suðvestlæg átt er á bilinu 3 -10 metrar á sekúndu.

Veðurhorfur næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag:

Suðvestan 5-13 m/s og dálítil væta á vestanverðu landinu, en léttskýjað fyrir austan. Hiti 10 til 24 stig, hlýjast austantil.

Á fimmtudag:

Suðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil rigning með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu, en þurrt og víða bjart eystra. Áframhaldani hlýindi.

Á föstudag og laugardag:

Fremur hæg suðvestlæg átt og dálitlar skúrir, en bjartviðri austantil. Áfram hlýtt í veðri.

Á sunnudag:

Útlit fyrir áframhaldandi suðvestlæga átt, bjart og hlýtt veður austanlands en skýjað og dálítil úrkoma um vestan- og suðvestanvert landið.