Stefán Úlfarsson, vert á Þremur frökkum, segir skötuna með besta móti í ár. Þrátt fyrir samkomutakmarkanir hafa fjölmargir fengið að njóta skötunnar, en á þremur frökkum hefur verið boðið upp á skötu frá 9. desember, bæði í sal og heimsendingum.

„Skat­an er ívið betr­i í ár ef eitt­hvað er. Það er hit­a­stig­ið. Það er búið að vera hlýtt í desember og þett­a snýst allt­af svo­lít­ið um það. Ef það er of kalt þá nær skat­an sér aldr­ei al­menn­i­leg­a á strik og verð­ur ekki eins sterk. Þann­ig að hit­inn er að­eins að vinn­a með okk­ur í ár,“ seg­ir Stef­án.

Mun færri gestir en opið til kvölds

Stef­án seg­ir sköt­u­ver­tíð Þriggj­a frakk­a ó­venj­u­leg­a í ár. „Við byrj­uð­um að reið­a fram sköt­u 9. desember og höf­um ver­ið að dreif­a á­lag­in­u þann­ig,“ seg­ir Stef­án og vís­ar til fjöld­a­tak­mark­an­a. Að­sókn­in hafi á­gerst smátt og smátt fram að stór­a deg­in­um en hann á von á því að taka á móti allt að 150 manns í hús í dag. „Þá miða ég við að við byrj­uð­um snemm­a og erum að af­greið­a til níu í kvöld. Þett­a voru tæp­leg­a 500 manns í fyrr­a þann­ig að það mun­ar held­ur bet­ur mikl­u.“

Gestir voru byrjaðir að gæða sér á skötunni á Þremur frökkum fyrir hádegi í dag.
Sigtryggur Ari.

Mest­a breyt­ing­in frá síð­ust­u árum eru hins veg­ar af­greiðsl­ur úr húsi. Þegar Fréttablaðið ræddi við Stefán fyrr í mánuðinum átti hann ekki von á því að margir vildu taka skötuna með sér heim, bæði vegna lyktarinnar og skatan sé að auki viðkvæmur matur í take-away. „Ef einhver vill koma og sækja þá getum við græjað það, við erum búin að finna lausn en ég á ekki von á því að margir leitist eftir því,“ sagði Stefán um miðjan mánuðinn.

Það er heldur betur annað hljóð í honum núna á Þorláksmessu sjálfri. Viðtökurnar hafa verið mun betri en hann átti von á.

„Það sem er öðr­u­vís­i núna en all­ar aðr­ar Þor­láks­mess­ur, er hvers­u ó­trú­leg­a mik­ið um að fólk taki með sér heim. Við erum búin að koma okk­ur upp smá bakk­a­sy­stem­i sem virk­ar þann­ig að fólk tek­ur með sér og get­ur svo hit­að þett­a að­eins upp í ör­bylgj­unn­i,“ seg­ir Stef­án. Hann seg­ist hafa feng­ið ó­venj­u góð­ar und­ir­tekt­ir við þess­a ný­breytn­i.

„Þett­a er að verk­ast mjög vel og við höf­um feng­ið mjög góð við­brögð frá þeim sem hafa próf­að þett­a. Þett­a kem­ur bara virk­i­leg­a vel út.“

Er með Take-away stöð á bak við hús

Þrír frakk­ar bjóð­a líka upp á heim­sendingar í dag. „Ég er með mann í að af­greið­a þett­a. Við erum með stöð hér á bak við í því, svon­a tak­e­aw­a­y stöð.“

Að­spurð­ur seg­ir Stef­án ekk­ert ann­að í boði en að taka fjöld­a­tak­mörk­un­um og að­stæð­um vegn­a far­ald­urs­ins með jafn­að­ar­geð­i. Þá sé á­nægj­u­legt og gott að finn­a hvað fólk tek­ur þess­u vel og er skiln­ings­ríkt.